Aðalfundur Trans-Ísland

By 25. mars, 2010Fréttir

Fræðslu- og aðalfundur Trans Íslands, félags transgender fólks á íslandi verður haldinn laugardaginn 27. mars næstkomandi kl. 14.
Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna ´78 að Laugarvegi 3, 4. hæð.

Formaður félagsins heldur stutt fræðsluerindi: Réttindabarátta Transfólks og helstu áhrifavaldar. 

Varðandi dagskrá aðalfundar eru lagðar til breytingar á félagslögum þannig að lögmæti aðalfundar verði staðfest sem sérstakur dagskrárliður, eftir kosningu fundarstjóra og fundarritara, en fyrir skýrslu stjórnar.
Endurskoðandi verði einungis kosinn einu sinni en ekki tvisvar eins og núverandi lög gera ráð fyrir. 

Samkvæmt núverandi lögum félagsins er dagskrá aðalfundarins eins og hér
segir:

1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
5. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning formanns, ritara og gjaldkera og eins endurskoðanda.
8. Kosning endurskoðanda.
9. Ákvörðun ársgjalds
10. Önnur mál.

Lagðar eru til lagabreytingar sem sjá má hér:
http://www.trans.is/node/110

Undir seinasta lið verða meðal annarra rædd eftirfarandi mál:
      * Þingsályktunartillaga, sem meðal annarra var flutt af Lilju
        Grétarsdóttur
      * Komin er fram tillaga um að einn aðstandandi gerist talsmaður
      * aðstandenda transfólks.
      * Starfsnefndir sem stjórnin hefur skipað eins og t.d. vefnefnd.

Fyrir hönd félagsins yrði ég ákaflega þakklát ef þú viðtakandi góður, gætir sent þessa auglýsingu um aðalfund, þeim sem gætu haft áhuga.


¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø
Fyrir hönd Trans Íslands, Félags transgender fólks á Íslandi.
Anna Jonna Ármannsdóttir
¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø¤º°`°º¤ø,¸¸,ø

One Comment

Skrifaðu athugasemd