Af félagsfundi: Lagabreytingar og erfðarannsóknir

By 7. mars, 2017Fréttir

Félagsfundur var haldinn í húsnæði félagsins á Suðurgötu 3 þann 28. febrúar síðastliðinn. 

Fundurinn var hugsaður sem umræðuvettvangur fyrir tvö mál sem bæði verða rædd og borin undir atkvæði á aðalfundi 18. mars: tillögur lagabreytinganefndar um breytingar á lögum félagsins og erindi Íslenskrar erfðagreiningar um samstarf við rannsókn á erfðafræðilegum grundvelli kynhneigðar. Líflegar umræður sköpuðust um hvort tveggja og þökkum við fundargestum fyrir þátttökuna.

Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér erindi Íslenskrar erfðagreiningar, tillögur lagabreytinganefndar og fundargerð félagsfundarins. Eins hvetjum við félaga til að leggja leið sína á aðalfund félagsins laugardaginn 18. mars kl. 13.

4 Comments

Skrifaðu athugasemd