Aðalfundur Hinsegin daga

By 18. febrúar, 2010Fréttir

Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride verður haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, sunnudaginn 7. mars 2010 og hefst kl. 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. grein 3.4. félagslaga.

Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar með gilt félagsskírteini. Félagsaðild kostar 500 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.

 

Lýst er eftir framboðum til stjórnarkjörs. Á aðalfundi 2010 skal kjósa til embætta forseta og erindreka sem sitja munu í stjórn til 2012, en þau Þorvaldur Kristinsson og Katrín Jónsdóttir hafa gegnt þessum embættum á liðnu kjörtímabili. Til embætta framkvæmdastjóra, ritara og gjaldkera verður næst kosið á aðalfundi 2011. Skrifleg framboð skulu hafa borist Þorvaldi Kristinssyni, thorvaldur.kristins@simnet.is í síðasta lagi sunnudaginn 28. febrúar. Frambjóðendur skulu tilgreina þau embætti sem þeir sækjast eftir. Til að njóta kjörgengis til stjórnarkjörs skulu félagar hafa að minnsta kosti starfað með samstarfsnefnd að einni hátíð Hinsegin daga. Kosið er um einstaklinga en ekki lista.

Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist forseta félagsins fyrir 22. febrúar, og skulu þær þá kynntar fyrir félagsmönnum. Undanþegnar þessum skilafresti eru tillögur sem lúta að orðalagi og formi en breyta á engan hátt efnislegu innihaldi laganna eða áður fram kominna tillagna.

Hinsegin dagar í Reykjavík – Reykjavík Gay Pride – announces its annual general meeting which will be held Sunday March 7th 2009 at 14:00 in the Rainbow Room of the Queer Center, Laugavegur 3, 4th floor. The program is as follows:

Boards’ s report
Cashier’s report
Changes of law
Board election
Other issues

Candidates for this years election are kindly requested to contact the president of Reykjavík Gay Pride before February 28th   thorvaldur.kristins@simnet.is. The electoral period is two years, and this year president and deputy member will be elected. A candidate’s eligibility requires having served as a member of the Gay Pride Commitee for at least one year prior to the election.

59 Comments

Skrifaðu athugasemd