ÁRAMÓTABALL SAMTAKANNA '78 Á LÍDÓ!

By 14. desember, 2006Fréttir

LÍDÓ – HALLVEIGARSTÍG 1
 
Eftir miðnætti á gamlárskvöld
Húsið er opnað kl. 01:00
 
DJ SKJÖLDUR spilar á þessum nýja og glæsilega stað! ÞETTA VERÐUR SKO BRJÁLAÐ….!
 
Forsala aðgöngumiða er á bókasafni félagsins á morgun, laugardag, frá kl. 13 til 17 sem og á sunnudaginn frá kl. 13 til 15. Það eru því að verða síðustu forvöð að festa kaup á miða í forsölu eða greiða félagsgjald næsta árs og fá ballmiða í kaupbæti! Þau sem greiða fullt félagsgjald næsta árs fyrir áramót fá slíkan glaðning með!
 
Verð miða:
Til félagsfólks 2006: 1500 kr. við innganginn, 1300 kr. í forsölu
Til utanfélagsfólks: 2000 kr. við innganginn, 1800 kr. í forsölu.
 
LÍDÓ er nýtt nafn á þeim stað sem áður hét Versalir. Þessi glæsilegi salur er í kjallaranum í Húsi iðnaðarins á horni Ingólfsstrætis og Hallveigarstígs, gengið inn frá Hallveigarstíg.
 
-Samtökin ’78

 

 

3 Comments

Skrifaðu athugasemd