Breytingar á hinsegin videokvöldum

By 25. apríl, 2012Fréttir

Í kvöld sýnum við myndina Boys Don’t Cry á hinsegin videokvöldi í Regnbogasalnum.

Þetta verður síðasta videokvöldið sem haldið verður á miðvikudegi en í næstu viku færast þau yfir á þriðjudaga og verða þá í hverri viku nema eitthvað sérstakt komi til. Í næstu viku sýnum við söng og dansmyndina Cabaret sem all flestir ættu að þekkja, enda ein þekktasta söng og dansmynd allra tíma hér á ferð.

hægt er að kynna sér dagskrá hinsegin videokvölda hér

þriðjudaginn 22. Maí bregðum við svo út af reglunni og höldum Eurovision gleði enda mun Ísland keppa í undanúrslitum Eurovision þetta kvöld og ætla samtökin að sjá til þess að við getum skemmt okkur almennilega yfir kepninni. Seinni undanúrslitin verða svo sýnd á fimmtudeginum og svo mun KMK halda uppi fjörinu á úrslitakvöldinu á laugardeginum.

 

Hinsegin videokvöld fara svo í sumarfrí um miðjan Júní enda engin ástæða til að hanga inni þegar sólin er hátt á lofti langt fram eftir kvöldi. Þau munu svo hefjast að nýju undir lok Ágúst.

Eins og alltaf hlakkar okkur til að sjá ykkur í videostemmingu!

34 Comments

Skrifaðu athugasemd