Dragkeppni Íslands kynnir!

By 17. júlí, 2014Fréttir

Elsta “hobby-ið”

Dragg er engin nýjung heldur ævaforn hefð eins og við þekkjum, t.a.m. eins og trúarbrögð. Við höfum flest gaman af því að kaupa föt, pæla í fötum annarra, horfa á bíómyndir og fara í leikhús þar sem fólk dressar í sig upp í ýmis gervi og má segja að dragg sameini alla þessa þætti á einn eða annan hátt. Dragg hefur það þó fram yfir kvikmyndir og leikhús að þú velur persónugervið, forsögu persónunnar og áhuga, hvað getur verið skemmtilegra?

Draggkeppni Íslands verður haldin 6. ágúst næstkomandi, þar keppast kóngar og drottningar um titilinn Draggdrottning og Draggkóngur Íslands í “glamour show-i” í Hörpu.

Ekki missa af þessari sýningu á einni af okkar elstu hefðum. Miðasalan er komin í gang í Hörpu og einnig ámidi.is Miðaverð á keppnina er 2.800 kr. Keppnisatriðin eru 8 ásamt fjölda annarra atriða.

Félagsmenn Samtakanna '78 fá ódýrari miða í miðasölu Hörpunnar.

One Comment

Skrifaðu athugasemd