Foreldrar og aðstandendur

By 16. febrúar, 2009Uncategorized

Ráðgjöf til aðstandenda

Samtökin bjóða uppá ráðgjöf fyrir foreldra eða aðra aðstandendur hinsegin barna og ungmenna og einnig ráðgjöf vegna samskipta í fjölskyldum hinsegin fólks almennt. Ráðgjöfin er endurgjaldslaus og öllum opin. Að henni standa fagmenntaðir ráðgjafar með miklar reynslu af hinsegin málefnum og fjölskylduráðgjöf.

Stuðningshópur fyrir aðstandendur trans fólks

Hópurinn hittist einu sinni í mánuði og foreldrar barna og ungs fólks sem fellur ekki inn í hina heðfbundnu kynskilgreiningu eru sérstaklega velkomnir sem og foreldrar, makar og aðrir aðstandendur eldra transfólks.

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt. 

Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 leiðir hópinn. Sigríður er leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur að mennt og hefur starfað sem meðferðarfræðingur í 14 ár. Hópurinn hittist síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna ´78 á Suðurgötu 3.

Ef þið hafið áhuga á að mæta á fund hjá hópnum vinsamlegast hafiðsamband við Sigríði Birnu í síma 694 8313 eða sendið póst á netfang: sbvalsdottir@gmail.com 

Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra

FAS – Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hafa það að markmiði sínu að auðvelda foreldrum og öðrum aðstandendum homma og lesbía að hitta aðra í sömu stöðu, nálgast upplýsingar um fræðslu og stuðning og efla sýnileika aðstandenda í samfélaginu. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu félagsins. 

 

5,436 Comments

Skrifaðu athugasemd