Félagsfundur að hausti

By 30. október, 2014Fréttir

Einn af föstum liðum í starfsemi Samtakanna '78 á haustin er félagsfundur þar sem fjárhagsáætlun næsta árs er lögð fram. Að þessu sinni er félagsmönnum einnig boðið til umræðu um húsnæðismál félagsins og mótun jafnréttis- og umhverfisstefnu en vinna við hana hefur nú hafist. Fundurinn verður haldinn 19. nóvember í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Hefst fundurinn kl:20.

Vakin er athygli á því að á fundinum verður kosið í kjörnefnd sem starfa mun fram yfir Aðalfund S´78 í marsmánuði 2015. Áhugasamir eru beðnir um að bjóða sig fram á fundinum. Sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í gegnum tölvupóstfang Samtakanna ´78 skrifstofa@samtokin78.is

Dagskrá:

20.00 Fundargestir boðnir velkomnir – farið yfir starf S78

20.05 Fjárhagsáætlun næsta árs – umræður

20.25 Drög að jafnréttis- og umhverfisstefnu – umræður

20.50 Hlé – kaffiveitingar

21.00 Húsnæðismál S78 – umræður

21.25 Kosning Kjörnefndar og önnur mál

21.50 Tónlistaratriði

22.00 Formlegri dagskrá lýkur

One Comment

Skrifaðu athugasemd