Félagsfundur S78 15. nóvember 2012

By 16. nóvember, 2012mars 6th, 2020Félagsfundur, Fundargerðir
  • Fundur settur kl. 20:13
    Guðmundur Helgason formaður
  • Skipan fundarstjóra
    Ragnar Þorvarðarson skipaður fundarstjóri
  • Dagskrárbreytingartillaga
    Lagt til að “Skipan kjörnefndar” verði bætt inn sem fjórða lið á dagskrá, samþykkt.
  1. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt
    Gunnlaugur Bragi gjaldkeri fór yfir fjárhagsáætlun næsta árs
    Gert er ráð fyrir aukningu tekna og gjalda á árinu 2013
    Áætlun gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að upphæð 1.087.346 sem áfram mun greiða upp yfirdrátt í banka
  2. Farið yfir starfið á þessu ári
    Guðmundur Helgason formaður fór yfir starf Samtakanna ’78 á árinu
    Rætt um störf stjórnar og trúnaðarráðs
    Spurning úr sal varðandi störf og mikilvægi trúnaðarráðs. Mikilvægt að til trúnaðarstarfa veljist fólk sem vill vinna og leggja sitt af mörkum í þágu félagsins
    Hagsmunafélög ekki öll búin að skipa sína fulltrúa í trúnaðarráð
    Oft skortur á fólki sem tilbúið er að aðstoða við undirbúning og skipulagningu viðburða
    Á vormánuðunum skilaði stjórn S78 inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda. Lögin voru samþykkt og haldin fögnuður í húsakynnum Samtakanna ’78 og nokkru síðar bauð borgarstjóri til móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur
    Afhending mannréttingaviðurkenninga á opnunarhátíð Hinsegin daga, atriði í gleðigöngu og sala í miðborginni að henni lokinni
    Opið hús á menningarnótt í ágúst var vel sótt og gekk vel
    Viðburðir í desember: 
    Jólabingó verður föstudaginn 7. Desember. Menningarkvöld verður laugardaginn 15. desember
  3. Kynning á nefndum sem stofnaðar hafa verið og verksviði þeirra
    Sigurður Júlíus Guðmundsson varaformaður kynnir
    Alþjóðanefnd
    Mannréttindavakt – með puttann á púlsinum á málefnum erlendis
    Samskipti við erlend félög og samtök
    Þarfagreiningar- og húsnæðisnefnd
    Nefndin aflar upplýsinga um verð og ástand núverandi húsnæðis, þá möguleika sem eru til staðar og munu leggja fram heildstæða kynningu á aðalfundi 2013
    Ragnar Þorvarðarson fundarstjóri býður fram krafta sína í þágu nefndarinnar
    Nefnd um mannréttindaviðurkenningar Samtakanna ’78
    Mun fjalla um framtíð viðurkenningarinnar, setja fram ferla er varða tilnefningar, val og afhendingu
    Starfshópur um ættleiðingar samkynhneigðra
    Hópur sem ætlað er að kanna stöðuna á ættleiðingamálum samkynhneigðra, kanna möguleika til að koma á samningum við lönd sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra og fleira
    Afmælisnefnd
    Vinnur að 35 afmælisviðburðum sem dreifast munu yfir 35 ára afmælisár Samtakanna ’78
    Orðabókanefnd
    Óvirk nefnd
    Hugmyndin var að vinna Hinsegin orðabók með orðavali og leiðbeiningum um orðaval sem rétt og æskilegt er að nota þegar kemur að hinsegin fólki og þeirra málum
    Anna Kristjánsdóttir býður sig fram í Orðabókarnefnd
    Fræðslunefnd
    Ákveðið hefur verið að stofna fræðslunefnd sem fara mun yfir fræðslumál Samtakanna ’78 og leggja drög að stefnu í þeim málum
    Matthías Matthíasson og Sigríður Valdimarsdóttir bjóða sig fram í fræðslunefnd
  4. Skipan kjörnefndar
    Tillaga stjórnar: Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri S ’78, Anna Kristjánsdóttir, Íris Ellenberger
    Önnur framboð bárust ekki.
    Tillaga samþykkt.
  5. Kynning á hugmyndum varðandi afmælisárið 2013
    Guðmundur Helgason kynnir hugmyndir sem fram komu á vinnufundi stjórnar og trúnaðarráðs er varða viðburði á afmælisárinu 2013
    Hugmyndin er 35 misstórir viðburðir sem dreifast munu um árið. Viðburðirnir verða tengdir við regnbogalitina sem allir standa fyrir ákveðin þemu
    Rauður: líf (t.d. hinsegin fjölskyldur) – Appelsínugulur: “healing” (t.d. heilsa) – Gulur: sólarljós (t.d. skemmtanir) – Grænn: náttúra (t.d. útivist og ferðalög) – Blár: eining (t.d. samvinna og sameining) – Fjólublár: andinn (bókmenntir, sögur og ljóð).
    Nefnd um afmælisár mun vinna áfram að viðburðum og skipulagningu ársins.
  6. Önnur mál
  • Sigríður Valdimarsdóttir rithöfundur kom nýlega heim erlendis frá með stóra bókagjöf til bókasafns S ’78:
    Nefndi að S ’78 þyrftu að eiga PayPal reikning til að taka við fjárframlögum að utan
    Spyr varðandi alþjóðlegan dag gegn “hómófóbíu” og hvort dagurinn sé viðurkenndur af íslenskum stjórnvöldum
    Spyr varðandi þjónustusamninga við sveitarfélög, hefur sjálf óskað eftir því við Grindavík að þeir geri meira fyrir LGBT fólk á sínu svæði. Áfram verður unnið að því að bjóða sveitarfélögum þjónustu Samtakanna ’78
    Spyr varðandi útsendingar á tilkynningum um póstlista – skortur á fyrirvara. Reynt verður að senda tilkynningar með eins góðum fyrirvara og hægt er
  • Svavar Gunnar Jónsson vekur máls á að Pink Iceland hafi í dag fengið nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Fundurinn fagnar með lófataki.

Fundi slitið kl. 21:22
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri stjórnar S ’78

5,423 Comments

Skrifaðu athugasemd