Fjölskyldumorgnar

By 28. október, 2015Fréttir

Fyrsta sunnudag í mánuði verða fjölskyldumorgnar í nýrri félagsmiðstöð Samtakanna´78 að Suðurgötu 3. Fyrsti hittingurinn verður því sunnudaginn 1. nóvember. Hittumst með börnin og spjöllum, leikum og borðum saman. Allir koma með eitthvað smá á morgunverðarhlaðborð.Frábær vettvangur til að hitta aðra foreldra og börn í hinsegin fjölskyldum. 
Þennan fyrsta sunnudag væri frábært ef einhverjir gætu tekið með sér eitthvað af leikföngum. Það er víst lítið til af svoleiðis í húsnæðinu enn sem komið er 😉

Hlökkum til að sjá ykkur!

Félagsmiðstöðin er aðgengileg fyrir fólk með hreyfihömlun. 
 

3 Comments

Skrifaðu athugasemd