Frumvarp verður brátt lagt fyrir á Alþingi um breytingu á hjúskaparlögum

By 24. mars, 2010Fréttir

Nú liggur fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á hjúskaparlögum. Nái frumvarpið fram að ganga, óbreytt, verða hér eftir einungis ein hjúskaparlög í landinu sem gilda fyrir alla óháð kynhneigð fólks. Þetta yrði mikilvægt skref og tryggir að samkynhneigð pör sitja loks við sama borð og gagnkynhneigðir og geti gengið í hjónaband.

Áhugasamir eru hvattir til þess að heimsækja heimasíðu Alþingis og kynna sér breytingarnar. Frumvarpið má finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.althingi.is/altext/138/s/0836.html

Skrifaðu athugasemd