Fyrsta laugardag í febrúar – Gönguhópur karla

By 26. janúar, 2001Fréttir

Tilkynningar Fyrsta laugardag í mánuði frá því í október og fram í maí hittast samkynhneigðir karlmenn á löllum aldri klukkan eitt eftir hádegi á Laugavegi 3 og leggja í nokkurra klukkutíma göngu í nágrenni höfuðborgarinnar. Oft eru fróðir leiðsögumenn með í för. Að lokinni göngu lítum við inn á kaffihús til að nærast eftir áreynsluna.

Göngufúsir karlar á öllum aldri sem sækjast eftir góðri líkamsrækt og fjörugum félagsskap eru boðnir velkomnir í hópinn.

Við söfnumst saman á Laugavegi 3, 4. hæð, laugardaginn 3. febrúar kl. eitt eftir hádegi.

6,236 Comments

Skrifaðu athugasemd