Great Global Kiss-in

By 12. maí, 2010Fréttir

Mánudaginn 17. maí er alþjóðlegur dagur gegn fordómum og hræðslu gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki.(e. homophobia og transphobia). Af því tilefni ætlar hópur fólks að hittast á Austurvelli og kyssast gegn fordómum. Þetta er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast Great Global Kiss-in. Hægt er að lesa um verkefnið hér: http://gays.com/IDAHO/what

Við hvetjum þig til að koma með einhverjum sem þú vilt kyssa (og vill kyssa þig); kærustu, kærasta, vin, vinkonu, maka, kunningja eða finndu þér einhvern til að kyssa og bjóddu öllum að koma með þér. Sjáumst á Austurvelli á mánudaginn, kl. 16:00!

Kossar og knús. – Q – félags hinsegin stúdenta

Skrifaðu athugasemd