Grillmiðar og ballmiðar!

By 1. júní, 2012Fréttir

IGLA 2012 gleðilestin heldur ótrauð áfram eftir frábæra fyrstu daga!

Föstudaginn 1. júní verðum við á IGLA Café í Samtökunum með miða í grillveisluna þá um kvöldið til sölu SEM OG miða á stórdansleikinn á Rúbín 2. júní 2012.

Um grillið:

IGLA-strandteiti verður haldið í Nauthólsvík föstudagskvöld þar sem öllum er boðið að koma! Fótboltastrákarnir í Styrmi, sem eru að fara til Stokkhólms í sumar, munu grilla fyrir fólk og kostar fínasta grillmáltíð kr. 2.500. Gosdrykkir og léttar veitingar verða líka í boði. Samhliða mun fara fram sjósundskeppni á staðnum og er opið í heita pottinn. Nú þegar hafa á annað hundruð þátttenda keypt sig í grillið. Rútur mæta með IGLA-þátttakendur klukkan átta. Grillmiðar í forsölu eru seldir á IGLA-borðum í Laugardalslaug og í Samtökunum ´78.

Um ballið:

Lokahóf IGLA sundmótsins verður haldið á Rubin í Öskjuhlíð.
Á landinu eru nú 450 keppendur og gestir vegna mótsins og munu þau öl mæta á ballið.
Hera Björk og Friðrik Ómar munu eiga sérstaka FABULOUS innkomu.
Fjölmætum og tökum extra vel á móti erlendum gestum okkar þessa vikuna! 🙂
Ballið hefst kl 23:00 og munu Hera og Friðrik Ómar stíga á stokk fyrir miðnætti!
Hægt er að nálgast miða hjá Pink Iceland stelpunum í Laugardalslaug frá og með miðvikudagsmorgninum og í Samtökunum ´78. Verið snögg að því – því takmarkaðir miðar eru í boði í lausasölu!

Aðgangur aðeins kr. 2.500.-

Ekki missa af gleðilestinni!

Skrifaðu athugasemd