Hinsegin dagar hefjast í dag

By 5. ágúst, 2010Fréttir

Í kvöld er opnunarhátíð Hinsegin daga í Íslensku óperunni og hefst kl. 20. Samkvæmt fréttum frá starfsmönnum Hinsegin dagar er lítið eftir af miðum til að selja í forsölu í Kaupfélaginu en líklega verður hægt að selja nokkra miða við við inngang Óperunnar síðustu15 mínúturnar áður en athöfnin hefst í kvöld
 
Í Kaupfélagi Hinsegin daga í IÐU er enn hægt að kaupa miða á Hinsegin siglingu á föstudagskvöldi og á dansleikinn á NASA á laugardagskvöldi. Þar er líka enn hægt að kaupa VIP-kort sem gilda á viðburði hátíðarinnar, en inni í því er bolur Hinsegin daga 2010. Opið er í Kaupfélaginu í dag milli kl. 11-19.
 
Hinsegin dagar vekja sérstaka athygli á tveimur breytingum á auglýstri dagskrá: Göngunni á laugardegi verður stillt upp á Snorrabraut, eystri akreininni, og að kvennaballið það kvöld er haldið í Iðnó og hefst kl. 23.

Skrifaðu athugasemd