Hinsegin femínismi

By 10. september, 2012Fréttir

Fyrsti fundur starfshóps hinsegin femínista í Samtökunum 78 á fimmtudag kl. 20

Nýstofnaður starfshópur um hinsegin femínisma innan Samtakanna ’78 fundar í fyrsta skipti fimmtudaginn næsta, 13. sept., kl. 20.00 á opnu húsi í Regnbogasal Samtakanna 78, Laugavegi 3, 4. hæð (hjólastólaaðgengi í gegnum veitingastaðinn Buddha á 1. hæð).

Á dagskrá er t.d. að ákveða nafn og stefnu hópsins, fyrstu málin sem við viljum taka á dagskrá og allt sem okkur dettur í hug að ræða um hinsegin femínisma.

Við bjóðum allt áhugafólk velkomið.

Nefndin

18 Comments

Skrifaðu athugasemd