Hvað er Intersex?

By 22. maí, 2014Fréttir

Intersex fræðsla á opnu kvöldi í Samtökunum ´78

Víða um heiminn hafa verið stofnuð samtök intersex fólks (sjá t.d. http://oiiinternational.com/). Mörg hinsegin félög hafa einnig tekið upp málefni intersex fólks og barist samhliða því fyrir réttindum, rödd og sýnileika. Alþjóðasamtök hinsegin fólks, ILGA (http://ilga.org/), hafa t.a.m. barist fyrir málstaðinn og voru málefni intersex fólks m.a. til umræðu á nýafstaðinni IDAHO ráðstefnu á Möltu.

Á Íslandi hefur umræðan um intersex fólk hins vegar verið af skornum skammti og sjaldan eða aldrei komið frá intersex fólki sjálfu. Í sumar verður breyting þar á, en væntanlegt er viðtal við Kitty Anderson í Dagskrárriti Hinsegin daga í Reykjavík. Í kjölfarið verður stofnaður hópur intersex fólks sem mun funda reglulega í húsakynnum Samtakanna ’78.

Stjórn Samtakanna ´78 er áhugasöm um að kynna og fræða félagsmenn sem og aðra um intersex og býður þess vegna til fræðslukvölds um intersex málefni næstkomandi fimmtudag, 22. maí 2014 kl. 20.00. Kitty mun sjá um fræðsluna og verður að henni lokinni opið fyrir spurningar.

Það er von stjórnar Samtakanna ’78 að félagsmenn nýti sér þetta tækifæri og kynni sér málefni þessa hóps og að hinsegin samfélagið taki höndum saman til að berjast fyrir grundvallarmannréttindum intersex fólks.

Öll velkomin!

2 Comments

Skrifaðu athugasemd