Saga íslenskra lesbía rannsökuð

By 2. nóvember, 2015Fréttir

Sagan sýnir okkur að það fennir fljótt í spor minnihlutahópa. Þeir eru fámennir og oftast uppteknir við að berjast fyrir tilverurétti sínum, og þar af leiðandi vill oft hjá líða að saga þeirra sé skráð. Því fögnum við því innilega að dr. Íris Ellenberger hlaut nýlega styrk frá Jafnréttissjóði til að rannsaka félagið Íslensk-lesbíska og með því sögu og réttindabaráttu íslenskra lesbía á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að rannsóknin bæti við vanrækt fræðasvið innan íslenskrar akademíu og sé sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þannig sé hún einnig mikilvæg fyrir jafnréttisumræðu samfélagsins í heild. 

Við fögnum því heilshugar að þessi saga verði skrásett og hlökkum til að lesa hana og læra af henni til framtíðar!

 

Skrifaðu athugasemd