JÓLATRÉSSKEMMTUN SAMTAKANNA ´78 OG FAS 20. DESEMBER

By 12. desember, 2008Fréttir

Samtökin ´78 standa fyrir jólatréskemmtun fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra, í samvinnu við FAS. Ballið verður haldið í safnaðarheimili Laugarneskirkju og hefst kl. 14:00. Hinir sívinsælu Felix og Gunni munu halda uppi fjörinu og að sjálfsögðu munu nokkrir hressir jólasveinar heimsækja okkur.

Samtökin ´78 standa fyrir jólatréskemmtun fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra, í samvinnu við FAS. Ballið verður haldið í safnaðarheimili Laugarneskirkju 20. desember og hefst kl. 14:00. Hinir sívinsælu Felix og Gunni munu halda uppi fjörinu og að sjálfsögðu munu nokkrir hressir jólasveinar heimsækja okkur.

Þetta er tilvalið tækifæri til að koma saman, hitta önnur börn og spjalla saman í góðra vina hópi. Við munum svo enda ballið á að eiga notalega stund saman og bjóða upp á djús, kaffi og kökur.

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta með börnin sín,barnabörn og frændsystkin

.

Skrifaðu athugasemd