Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar, til setu í trúnaðarráði Samtakanna ´78 og sem félagslegir skoðunarmenn reikninga. Á síðasta aðalfundi voru gerðar veigamiklar breytingar á því hvernig kjörið er til stjórnar Samtakanna ´78 og eru félagsmenn hvattir til þess að kynna sér þessar breytingar. Breytingarnar, sem og lög félagsins í heild sinni, má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samtokin78.is/index.php?option=com_content&view=article&id=29&Itemid=91
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er lengur stillt upp framboðslistum við kjör á stjórn Samtakanna heldur er nú um einstaklingskosningu að ræða og skulu frambjóðendur tilgreina hvaða embætti stjórnar þau sækjast eftir. Við kjör í trúnaðarráð er einnig notast við einstaklingskosningu.
Framboð til stjórnar og til trúnaðarráðs skulu send eigi síðar en laugardaginn 6. mars á tölvupóstfangið skrifstofa@samtokin78.is
Í framboðstilkynningu skulu frambjóðendur koma fram með upplýsingar um hvaða embætti er sóst eftir auk þess að láta fylgja með stutt æviágrip. Framboðin verða auglýst á heimasíðu Samtakanna ´78 síðustu tvær vikurnar fyrir aðalfund og fá frambjóðendur þar tækifæri til þess að kynna sig og sín stefnumál.
– Kjörnefnd Samtakanna ´78