KMK Í BLAKI Í VETUR

By 3. mars, 2009Fréttir

Blaklið KMK er að hefja sitt sjöunda tímabil og munu æfingarnar í vetur verða á miðvikudögum kl. 21:20-22:30, í Árbæjarskóla. Til viðbótar við æfingarnar munum við svo stefna á þau fjölmörgu hraðmót sem verða í boði út um allt land í allan vetur og endum svo á hinu fjölmenna Öldungamóti á Seyðisfirði í maí.

Á bloggsíðu liðsins,http://kmk.blogcentral.is má svo finna allar upplýsingar um liðið og þar munu einnig allar fréttir og tilkynningar birtast. Á síðunni er núna hægt að skoða myndband sem sýnir brot af því sem liðið hefur haft fyrir stafni undanfarin ár.

Nánari upplýsingar verða fúslega veittar hjá Kristínu s: 898-3060, Fríðu s: 866-8246 og Kollu s: 615-1579

15 Comments

Skrifaðu athugasemd