Mannréttindaviðurkenning Samtakanna '78

By 28. júní, 2013Uncategorized

Mannréttindaviðurkenning Samtakanna '78 er veitt einstaklingum og hópum sem hafa unnið öturlega að málefnum hinsegin fólks innan sem utan Samtakanna '78. Viðurkenningin er þakklætisvottur fyrir mikilvægt framlag til réttindabaráttu og sýnileika hinsegin fólks og hvatning til frekari dáða á þeim vettvangi.

 

Mannréttindaviðurkenningu Samtakanna '78 árið 2013 hlutu

  • Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir mikilvægt framlag einstaklings á vettvangi Samtakanna '78 eða tengdra félaga.
  • Jón Gnarr fyrir mikilvægt framlag einstaklings á öðrum vettvangi í þágu hinsegin fólks.
  • Bandaríska sendiráðið fyrir mikilvægt framlag hóps, félags eða fyrirtækis í þágu hinsegin fólks.

 

Fyrri verðlaunahafar eru:

 

Í flokkinum Mikilvægt framlag einstaklings á vettvangi Samtakanna '78 eða tengdra félaga.

Ár    Viðurkenningarhafi
2012   Anna Kristjánsdóttir
2011   Páll Óskar Hjálmtýsson
2010   Þorvaldur Kristinsson
2009   Heimir Már Pétursson
2008   Böðvar Björnsson
2007   Margrét Pála Ólafsdóttir

 

Í flokknum Mikilvægt framlag einstaklings á öðrum vettvangi í þágu hinsegin fólks.

Ár    Viðurkenningarhafi
2012   Óttar Guðmundsson
2011   Sigrún Sveinbjörnsdóttir
2010   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
2009   Birna Þórðardóttir
2008   Sr. Bjarni Karlsson
2007   Guðrún Ögmundsdóttir

 

Í flokknum Mikilvægt framlag hóps, félags eða fyrirtækis í þágu hinsegin fólks.

Ár    Viðurkenningarhafi
2012   MBL-Sjónvarp
2011   Alnæmissamtökin/HIV Ísland
2010   Hópur presta, djákna og guðfræðinga
2009   Fríkirkjan
2008   Siðmennt
2007   Reykjavíkurborg

 

Einnig voru Frelsisverðlaun Samtakanna '78 veitt árið 1995 og hlutu þau þeir Hörður Torfason og Guðni Baldursson.

 

Reglur Mannréttindaviðurkenningarinnar:

Árlega skipar stjórn þriggja manna nefnd aðila úr röðum félagsmanna S78. Nefndina skal skipa fyrir lok Apríl ár hvert. Æskilegt er að í nefndina veljist aðilar sem eru vel tengdir hinsegin samfélaginu og eru vel að sér í málefnum þess.

Stjórn ákveður afhendingardag ár hvert en æskilegt er að leitast sé eftir að tengja afhendinguna við Hinsegin daga í samráði við stjórn þeirra.

Verkefni nefndarinnar eru:

  • Að óska eftir tilnefningum til viðurkenningar, með auglýsingum á vef S78, með tölvupósti til félaga í S78 og annarsstaðar ef þörf þykir.
  • Óskað skal eftir tilnefningum sem falla undir þá þrjá flokka sem hefð er komin fyrir, með möguleikanum á aukaviðurkenningu á stórafmælum S78.
  • Flokkarnir eru:
    • Mikilvægt framlag einstaklings á vettvangi Samtakanna '78 eða tengdra félaga.
    • Mikilvægt framlag einstaklings á öðrum vettvangi í þágu hinsegin fólks.
    • Mikilvægt framlag hóps, félags eða fyrirtækis í þágu hinsegin fólks.
  • Auglýsingin skal birtast eigi síðar en sex vikum fyrir áætlaðan afhendingardag.
  • Frestur til að skila inn tilnefningum til nefndarinnar skal vera 10 dagar frá birtingardegi auglýsingar.
  • Hverri tilnefningu skal fylgja 100 til 150 orða greinargerð með rökstuðningi fyrir henni.
  • Nefndin fer yfir tilnefningar og leggur mat á þær með hliðsjón af markmiðum og lögum S78, lagfærir og vinnur úr þeim fyrir kosningu og skilar þeim til stjórnar og trúnaðarráðs S78 a.m.k. fjórum vikum fyrir afhendingardag.
  • Stjórn og trúnaðarráð S78 skal velja viðurkenningarhafa með leynilegri kosningu eigi síðar en þremur vikum fyrir afhendingardag.
  • Stjórn S78 boðar til kjörfundar, þar sem nefndin kynnir tilnefningar áður en kosning fer fram.
  • Komist meðlimur úr stjórn eða trúnaðarráði ekki á kjörfund er viðkomandi frjálst að skila atkvæði sínu rafrænt á skrifstofu Samtakanna '78 í vikunni fyrir kjörfund, atkvæði sem berast eftir upphaf kjörfundar teljast ekki gild.
  • Talning atkvæða skal vera í höndum nefndarinnar.
  • Tilkynna skal úrslitin fyrir stjórn og trúnaðarráði að lokinni talningu og eru meðlimir þeirra bundnir trúnaði um úrslitin &thor
    n;ar til afhendingu er lokið.
  • Viðurkenningarhöfum skal tilkynnt niðurstöðuna eins fljótt og auðið er.
  • Greinargerðir þeirra sem tilnefndir voru en hlutu ekki kosningu fara í vörslu stjórnar S78 og eiga nefndarmenn að geta fengið aðgang að þeim t.d. við undirbúning heiðursviðurkenningar.

 

26 Comments

Skrifaðu athugasemd