Miðasala fyrir afmæliskvöldverð

By 13. júní, 2018janúar 26th, 2020Félagsstarf, Fréttir, Tilkynning
(English below)
 
Þá er komið að því að halda upp á afmæli Samtakanna ’78 og af því tilefni verður hátíðarkvöldverður og veisla í Iðnó, laugardaginn 23. júní nk. 
Húsið opnar kl. 19.30 með fordrykk og um 20.00 mun kvöldverður hefjast! Þú getur valið á milli tveggja matseðla.
 
Matseðlar:
Matseðill nr. 1
Forréttur:
Léttreyktur sjóurriði — maltjörðshjúpur, ristað kúmenkrem, stökkt rúgbrauð, gúrku/fennel þynnur, hveitibjórs–súrsaður skarlottulaukur, söl og timjan olía
Aðalréttur:
Glóðasteikt lambaprime með blóðbergi, saltbökuð sellerírót, grænkál, sellerí– & kartöflu mauk og soðsósa 
Eftirréttur:
Súkkulaðibakstur, brenndar fikjur í karmellu og ekta vanilluís
 
Matseðill nr. 2 (vegan)
Forréttur:
Graskerssúpa — grillað grasker, graskersmauk, graslaukur og timjan olía
Aðalréttur:
Saltbökuð sellerírót, grilluð sellerírót, grillað brokkolí, puy linsur með papriku og grænkáli
Eftirréttur:
Bakaðir ávextir, stökkir hafrar og krapís
 
Meðan á borðhaldi stendur mun fjölbreyttur hópur skemmtikrafta stíga á svið í bland við ræðuhöld!
Kynnir kvöldsins er Felix Bergsson!
Dragsúgur, Margrét Erla Maack, Bergþór Pálsson, Bláskjár, Bjartmar Þórðarson og uppistandarinn Karen Björg munu skemmta yfir borðhaldi.
Eftir matinn mun DJ Margrét Erla Maack taka við og halda uppi stemmingu fram á nótt.
 
ATHUGIÐ, Á MIÐNÆTTI:
Reykjavík Kabarett kynnir: Midnight Naughty Show! Gógó Starr, Freyja West, Ula Uberbusen og Mr. Gorgeous! 
 
 
Hægt verður að panta miða á heimasíðu Samtakanna ’78, með því að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is eða í síma 552-7878 alla virka daga kl. 13 – 16. Miði á kvöldverð er 7.900 kr. en fyrir félaga Samtakanna ’78 er miðinn á 6.900 kr. (Athugið, lækkað verð en upphaflega var auglýst!) 
 
Dansleikur eftir mat og miðnæturatriði er í boði Samtakanna ’78 og eru þeir viðburði opnir öllum.
 
Við hlökkum til að eiga frábært kvöld með þér!
 
//
 
 
It‘s time to celebrate Samtökin‘s 40th anniversary and what way is better than a gala? Gala dinner and an enjoyable dance afterwards! That all at Iðnó, the 23rd of June.
 
The venue opens with an aperitif at 7.30 PM and dinner start promptly at 8PM. On the menu we have a tremendous three course dinner, both for vegans as for omnivorous, you can choose between two menus shown here below.
 
Menu 1
Starter:
Light smoked sea trout — roasted caraway cream, crispy rybread, cucumber/fennel crisps, wheat beer pickled shallot, dulse and thyme oil.
Main:
Grilled lambprime with wild thyme, saltbaked celery root, kale, celery & mashed potatos and demi glace
Dessert:
Baked chocolate, burned figs in caramel and vanilla ice cream
 
Menu 2 (vegan)
Starter:
Pumpkin soup — grilled pumpkin, pumkin crumble, leek and thyme oil
Main:
Saltbaked celeryroot, grilled celery root, grilled broccol, puy lentals with bell pepper and kale
Dessert
Baked fruits, crispy oats and sorbet
 
At dinner a variety of entertainers will jump on to the stage.
Our host for the evening is Felix Bergsson!
Performers of the night: Dragsúgur, Margrét Erla Maack, Bergþór Pálsson, Bláskjár, Bjartmar Þórðarson and the stand up comedian Karen Björg. 
 
After Dinner DJ Margrét Maack will make you dance through the night!
ATTENTION, AT MIDNIGHT:
Reykjavík Kabarett presents: Midnight Naughty Show! Gógó Starr, Freyja West, Ula Uberbusen og Mr. Gorgeous!
 
You can order your ticket at Samtökin‘s website, www.samtokin78.is, with an e-mail to skrifstofa@samtokin78.is or you can phone the office at 552-7878 on opening hours. Dinner ticket is priced at 7.900 ISK, Samtökin‘s members get the ticket at 6.900 ISK.
 
 
Party after dinner and the Midnight Naughty Show is free of charge and open for everyone.
 
We look forward to have that dance with you at Iðnó!
 

3,690 Comments

Skrifaðu athugasemd