Mikilvægt skref í baráttunni gegn hatursglæpum

By 2. nóvember, 2009Uncategorized
Nýlega skrifaði Barack Obama undir nýja löggjöf gegn hatursglæpum sem kennd er við Matthew Shepard og James Byrd (Matthew Shepard & James Byrd Jr. Hate Crimes Prevention Act). Hin nýja löggjöf er stórt skref í baráttunni gegn hatursglæpum og kemur í stað eldri löggjafar sem ekki náði yfir glæpi þar sem ráðist var á einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra eða kynímyndar (gender identity).
 
Með tilkomu löggjafarinnar verður auðveldara að fylgja eftir málum þar sem ráðist hefur verið gegn einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynímyndar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. 281 þingmenn demókrata og 44 þingmenn repúblikana greiddu hinni nýju löggjöf atkvæði sitt en 15 demókratar og 131 repúblikanar greiddu atkvæði á móti, 6 þingmenn sátu hjá.
 
Matthew Shepard og James Byrd voru fórnarlömb hatursglæpa en þeir voru báðir myrtir árið 1998.  Örlög þeirra eru sorglegur minnisvarði um hatur og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Hin nýja löggjöf sem Barack Obama hefur undirritað er mikilvægt skref í baráttunni gegn hatursglæpum, ekki bara í Bandaríkjunum því hún sendir skýr skilaboð um að mannréttindi hinsegin fólks skuli virða og hatursglæpir gagnvart hinsegin fólki séu með öllu ólíðandi.
 
Þá hefur Barak Obama einnig undirritað tilskipun sem komið var á í tíð forvera hans George W. Bush (eldri)  sem afléttir banni við ferðalögum alnæmissmitaðra einstaklinga til Bandaríkjanna en slíkt bann hefur verið í gildi í 22 ár. 
 
Heimildir:
 

5,775 Comments

Skrifaðu athugasemd