Ný kerfi og breytt fréttabréf

By 14. janúar, 2013Fréttir

Samtökin ’78 hafa að undanförnu verið að uppfæra ýmis kerfi hjá sér þ.m.t. tölvupóst og fréttabréfið. Allur tölvupóstur fer nú í gegnum Google Apps sem er eitt öruggasta tölvupóstkerfi sem í boði er í dag. Fréttabréfið er nú í umsjá MailChimp sem er að sama skapi eitt öruggasta fjölpóstkerfi sem í boði er. Á næstunni munu uppfærslur og breytingar á kerfum halda áfram með það að markmiði að bæta tæknilegar stoðir Samtakanna og samskipti þeirra við félagsmenn. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með póstþjónum sínum og gæta þess að pósturinn frá okkur endi ekki í ruslinu 😉 

Það er von Samtakanna að félagsmenn verði ánægðir með breytinguna. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir að frekari breytingum eða getur með einhverjum hætti hjálpað til við starf Samtakanna þá endilega sendu okkur póst á sjalfbodalidar@samtokin78.is

Skrifaðu athugasemd