Samtökin 78 boða til Regnbogamessu í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 27. júní á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Sr. Bryndís Valbjarnardóttir þjóna fyrir altari. Sérstakur gestur okkar er Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra.
Fram koma:
Páll Óskar, Hörður Torfa, Sigga Beinteins, Bergþór Pálsson, Lay Low, Maríus Hermann Sverrisson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Andrea Gylfadóttir, Agnar Már Magnússon píanóleikari og Fríkirkjukórinn undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur.
Stjórn Samtakanna 78 mun veita viðurkenningar vegna framlags til mannréttinda og jafnréttis.
Nýtt stjórnarfrumvarp um breytingu á hjúskaparlögum var samþykkt nýlega á Alþingi. Hér eftir gilda einungis ein hjúskaparlög í landinu fyrir alla, óháð kynhneigð fólks. Þetta er mikilvægt skref og tryggir að hinsegin pör sitja loks við sama borð og gagnkynhneigðir og geti gengið í hjónaband. Lögin munu taka gildi sunnudaginn 27. Júní nk.
Dagsetningin er engin tilviljun, en 27. Júní er opinber Gay Pride hátíðsdagur víða um heim – en þann dag árið 1969 hófust Stonewall uppþotin í New York, sem talin eru marka upphaf réttindabaráttu samkynhneigðra.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir sem vilja samgleðast hinsegin fólki, fjölskyldum og velunnurum þeirra á þessum mikilvæga degi.
Samtökin 78 bjóða svo kirkjugestum upp á léttar veitingar í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.
harika bir paylaşım çok teşekkürler.