Ritstjórnarsmiðja 21. apríl

By 9. apríl, 2018janúar 26th, 2020Félagsstarf, Menning
Áhugasömum félögum Samtakanna '78 er boðið til ritstjórnarsmiðju Afmælisrits Samtakanna '78 sem haldið verður laugardaginn 21. apríl í sal samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.  Með smiðjunni er ætlunin að hefja vinnu við útgáfu afmælisritsins. 
Á smiðjunni gefst félagsmönnum tækifæri til að ræða sýn sína á blaðið og söguna, koma með tillögur að efnistökum og bjóða fram krafta sína.
 
Þátttakendur eru beðnir um að koma með eigin fartölvu á fundinn ásamt glósubók og skriffæra. 
 
Atli Þór Fanndal, ritstjóri Afmælisrits Samtakanna '78, mun svo leiða smiðju þar sem farið verður yfir vinnubrögð, skipulag og samskipti við gerð blaðsins. Smiðjan byggir á námskeiðinu 'Skrifað til áhrifa' sem Atli hefur haldið víða fyrir þá sem vilja skrifa og nýta hið ritaða orð til áhrifa. Árið 2016 hélt Atli einmitt sama námskeið fyrir félagsmenn Samtakanna '78. Þá voru umsagnir þátttakenda allar á eina leið um að námskeiðið hefði verið gagnlegt og skemmtilegt. 
 
 
Öll hjartanlega velkomin, húsnæðið er aðgengilegt. 
 
 
NÁNAR UM SMIÐJUNA
 
Uppbygging:
Við hefjum daginn á að fara yfir vinnubrögð við námskeiði. Kynnast og spjalla svo örlítið saman um hvernig við sjáum hlutina fyrir okkur. Þá taka við þrjár fjörutíu mínútna kennslustundir. Þá er gert ráð fyrir að nokkrar mínútur verði teknar í umræður og spurningar á milli. 
 
Á sunnudeginum ætlum við svo að vinna í hóp og skipuleggja 'mock-blað' saman. Það er gert til að allir sem að blaðinu koma hafi yfirsýn yfir verkið og skilning á vinnu annarra. Þannig getum við sýnt hvort öðru virðingu og skilning á meðan að vinnunni stendur.
 
Námsgögn: 
Þátttakendur eru beðnir um að koma með eigin fartölvu á fundinn ásamt glósubók og skriffæra. Á smiðjunni og við vinnslu blaðsins notum við tól eins og Google Apps. Því er nauðsynlegt að allir séu með tölvu. Hringja má í Atla (888-2103) ef einhverja aðstoð þarf við að finna fartölvu til að nota á smiðjunni.
 
Kennslustundir eru í glæruformi
 
Grunnur – fyrsti– hluti – Að skrifa fyrir mismunandi miðla:
Uppbygging ritaðs efnis miðað við miðilinn sem því er ætlað og markmið skrifanna. Farið verður yfir muninn á því að skrifa blogg, aðsendar greinar á prenti eða í netmiðla og á samfélagsmiðla. Hver er munurinn á því að skrifa frétt, persónulegt bréf, fréttatilkynningu og umsögn svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá verður stuttlega fjallað um skrif fyrir ljósvakamiðla það er að segja skrif fyrir eyrað. Hér er áherslan lögð á undirbúning fyrir viðtöl.
 
Frásagnarstíll – annar hluti
Það má segja frá með mismunandi hætti. Í íslenskum fjölmiðlum hefur skapast einskonar lotning fyrir ‘vélrænni og tilfinngalausri rödd’ í greinaskrifum. Sú tegund frásagnastíls er þó ekki endilega rétt né betri en önnur. Farið verður yfir mismunandi sögustíl við framsetningu ritaðs efnis. Notkun myndlíkinga og hvernig forðast má frasa og óþarfa skreytingar við textagerð. Hvernig nýta má sögur af einstaklingum til að vekja áhuga fólks á kerfislægri hegðun, stærri mynd og flóknari hluta sögunnar.
 
Vinnubrögð – þriðji hluti – Heimildavinna, skipulag og markmið
Skrif eru skapandi verkefni sem kalla á fagleg vinnubrögð. Allir geta skrifað og sagt frá en þau okkar sem eru svo heppin að starfa við skriftir njótum ávinnings æfingar. Það eru engir töfrar bakvið góðar greinar, ljóð eða bækur.
 
Um Atla Þór Fanndal
Atli Þór Fanndal relur fyrirtækið Moral Sentiments í Skotlandi en fyrirtækið starfar við upplýsingaöflun, ritstjórn og verkefnastjórnun í Bretlandi, Íslandi og Þýskalandi. Sjálfur er Atli búsettur í Tékklandi en fyrirtækið vinnur nú að því að opna tækniskrifstofu þar í landi. Moral Sentiments sér um útgáfumál fyrir fjölda samtaka og útgefenda. Atli starfaði lengi vel sem fréttamaður og skrifaði reglulega í Kvennablaðið, Man, Grapevine og Fréttatímann á Íslandi en hefur meðal annars skrifað fyrir BBC í Bretlandi, The Nation í Nígeríu og Der Freitag í Þýskalandi. Atli er reglulega álitsgjafi um stjórnmál í sjónvarpi og útvarpi bæði á Íslandi og erlendis. Þá hefur Atli framleitt sjónvarps- og útvarpsefni. Síðast árið 2014 þegar hann ásamt Sigurði Júlíus Guðmyndssyni framleidd þættina Öfugmæli um hinsegin sögu, menningu og pólitík.

302 Comments

Skrifaðu athugasemd