Salur til leigu

By 23. nóvember, 2015Fréttir

Salurinn í húsnæði okkar að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík er sérlega hentugur til fundar- og veisluhalda. Við leigjum hann út til slíks brúks. Um er að ræða u.þ.b. 90 fm. bjartan sal á jarðhæð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Salnum fylgja 50 stólar, skjávarpi, hátalari og 20 borð. Salurinn er allur nýuppgerður með nýju gólfefni, ljósum, salernisaðstöðu og eldhúsi. Hann er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun.

Verð fyrir veisluhöld er 60.000 kr. en 45.000 fyrir félagsfólk Samtakanna ´78. 

Verð fyrir fundarhöld er frá 25.000 kr. 

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofa@samtokin78.is fyrir nánari upplýsingar. 

Skrifaðu athugasemd