Þann 11. febrúar næstkomandi verður þjóðfundur hinsegin fólks, Samtakamátturinn, haldinn öðru sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þegar Samtakamátturinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2013 var Ísland í 10.sæti á Regnbogakortinu og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Á síðasta korti er Ísland aðeins í 14. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland.
Síðastliðið ár var markað af átökum um stefnu félagsins sem reyndust mörgum erfið. Mikilvægt er því að stuðla að aukinni samkennd og samstöðu innan hinsegin samfélagsins, ekki síst þar sem enn er verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. Markmið fundarins er ekki síst að móta stefnu félagsins til lengri tíma.
Mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp þátttakenda til fundarins, en þannig er tryggt að stefnumótun samtakanna til næstu ára taki mið af röddum mismunandi hópa. Auk félagsmanna er allt áhugafólk um málefni hinsegin fólks velkomið – hvort sem það eru stjórnmálamenn, fræðimenn, aðstandendur eða hinsegin fólk sem stendur utan félagsins.
Fundurinn fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
DAGSKRÁ
13:00 Skráning og afhending fundargagna
–Raðað í hópa eftir efnisflokkum (sjá neðar)
–Mætið tímanlega!
13:30 Opnun fundarins
–Ávarp: Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra
–Örsögur félagsfólks: Anna Pála Sverrisdóttir og Böðvar Björnsson
13:50 Vinna hefst í hópum
15.00 Hressing og happdrætti
15.15 Örsögur félagsfólks: Davíð Illugi Hjörleifsson og Lana Kolbrún Eddudóttir
–Ávarp: María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna ‘78
15.35 Framhald hópavinnu
17:00 Lokaorð og móttaka
Fundarstjórar eru Sigursteinn Másson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
Um kvöldið verður svo haldin veisla að Suðurgötu 3 (tímasetning auglýst von bráðar) og þaðan gefst kostur á að halda áfram á Masquerade-ball Pink Iceland í Iðnó, sem hefst kl. 22:30. Sérstakur afsláttur er á miðaverði á ballið fyrir félaga í Samtökunum ‘78.
EFNISFLOKKAR
Nánar auglýstir síðar
BARNAHORN
Við bjóðum barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar á Samtakamáttinn. Fulltrúar frá Félagi hinsegin foreldra mun hafa umsjón með barnahorni þar sem yngstu gestirnir geta leikið og dundað sér (á ábyrgð forráðamanna sinna).
AÐGENGI
Okkur er umhugað að Samtakamátturinn sé aðgengilegur öllum sem sækja vilja viðburðinn. Hjólastólaaðgengi er gott í húsnæðinu. Ef þú hefur aðrar aðgengisþarfir, vinsamlegast sendu okkur póst á samtakamatturinn@samtokin78.is.
Spontaneous bacterial peritonitis is a complication of ascites where to buy cheap cytotec prices Phosphorylation acts positively and negatively to regulate MRTF A subcellular localisation and activity