Samtökin '78 leita að skrifstofustýri

By 30. maí, 2018janúar 26th, 2020Fréttir, Til upplýsingar, Tilkynning

Samtökin ’78 óska eftir að ráða skrifstofustýri sem mun starfa á skrifstofu samtakanna ásamt

framkvæmdastjóra og fræðslustýru. Skrifstofustýri yrði þriðja stöðugildi Samtakanna ’78 og verður ráðið í hálft starf. Auk þessara starfskrafta búa Samtökin ’78 yfir ríku sjálfboðaliðastarfi og sinna sjálfboðaliðar ýmsum verkefnum og koma að skipulagi viðburða.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

      

  • Daglegur rekstur: Skrifstofustýri stýrir daglegum rekstri skrifstofu, svarar almennum erindum sem berast félaginu símleiðis eða í tölvupósti og kemur þeim í réttan farveg. Eins er skrifstofustýri viðstatt á opnunartíma skrifstofu, ber ábyrgð á stjórnun skjalavörslu og flokkun gagna, heldur utan um ráðgjafatíma og sinnir félagatali.
  • Upplýsingar og samskipti: Skrifstofustýri er daglegur tengiliður félagsins við starfshópa, félagsfólk og almenning. Í þessu felst m.a. umsjón með birtingu efnis á samfélagsmiðlum og vef samtakanna, í samráði við framkvæmdastýri og stjórn. Einnig tekur skrifstofustýri þátt í gerð fréttatilkynninga.
  • Félagsheimili: Skrifstofustýri ber ábyrgð á að yfirfara reglulega birgðastöðu veitinga og hreinlætisvara í Regnbogasal og sér um dagleg þrif og tiltekt. Einnig heldur skrifstofustýri utan um skipulagningu opinna húsa og annarra viðburða og sér um opið hús annan hvern fimmtudag í samvinnu við sjálfboðaliða.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking á sögu og þróun hinsegin samfélagsins og stöðu og þörfum þeirra ólíku einstaklinga sem það byggja.
  • Framúrskarandi samskipta-, frumkvæðis- og skipulagshæfileikar.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku.
  • Þekking á sjálfboðastarfi og þjónustu er mikill kostur.
  • Þekking á viðburðarstjórnun er kostur
  • Bílpróf og aðgangur að ökutæki eru kostur.
  • Umsókn, frestur og fylgigögn

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2018.

 

Samtökin '78 fagna fjölbreytileika samfélagsins í sinni víðustu mynd og leitast í öllu starfi sínu við að vera fordómalaus vettvangur þar sem borin er virðing fyrir öllu fólki og því sköpuð tækifæri. Við hvetjum því alla til að sækja um – óháð kynhneigð, kynvitund eða -tjáningu, kyneinkennum, fötlun, þjóðerni, kynþætti eða öðrum þáttum.

 

Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda

til að gegna stöðunni skulu send Daníel E. Arnarssyni, framkvæmdastjóra, á netfangið skrifstofa@samtokin78.is. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna undir lok júní eða í byrjun júlí og að skrifstofustýri hefji störf 1. ágúst nk. Framkvæmdastjóri gefur allar nánari upplýsingar í sama netfangi. Fullum trúnaði heitið.

 

Um Samtökin ‘78

Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Markmið félagsins

er að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi. Þannig vilja samtökin byggja upp samfélag lífsgæða og hamingju fyrir okkur öll. Samtökin ‘78 vinna að markmiðum þessum með því:

 

  • að skapa hinsegin fólki félagslegan og menningarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þess, samkennd og samstöðu um sérkenni sín.
  • að vinna að baráttumálum hinsegin fólks, svo og fræðslu um reynslu þess og sérkenni, eftir þeim leiðum sem árangursríkastar þykja hverju sinni svo sem á vettvangi löggjafarvalds, í opinberu fræðslukerfi og í fjölmiðlum.
  • að eiga samstarf við sambærileg samtök, hópa og áhugafólk hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðum; styðja önnur félagasamtök, sem vinna að mannréttindum, og afla stuðnings þeirra.

 

Í þessu skyni halda Samtökin ‘78 úti fræðslustarfi, ungliðastarfi, ráðgjöf og stuðningi, fjölbreyttri menningar- og félagsstarfsemi, ásamt því að berjast fyrir mannréttindum og lífsgæðum hinsegin fólks allan ársins hring. Þessi starfsemi fer fram í félags- og menningarmiðstöð að Suðurgötu 3 í Reykjavík.

 

One Comment

Skrifaðu athugasemd