Sjálfsvarnarnámskeið

By 18. september, 2012Fréttir

Kæra hinsegin fólk -english below

Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin 78 halda sjálfsvarnarnámskeið fyrir hinsegin byrjendur dagana 28.-29. september.

Þann 28. sept. hefst kennsla með kynningu og síðan verður farið yfir gagnlegar aðferðir við að sneiða hjá og koma sér úr hættulegum aðstæðum án þess að beita líkamlegum aðferðum.

Laugardaginn 29. sept. verður farið í líkamlegri sjálfsvörn og farið yfir högg, spörk o.fl. Það er nauðsynlegt að hafa setið föstudagskennslustundina til að geta tekið þátt í laugardagsæfingunni.

Námskeiðið er opið öllum þeim sem vilja auka færni sína í að koma sér úr hættulegum aðstæðum. Það er því ekki nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi eða að hafa æft íþróttir. Við munum reyna að koma til móts við fólk með skerðingar svo endilega spyrjist fyrir með því að senda tölvupóst á netfangið iris.ellenberger@gmail.com

Kennari er Gulleik Lövskar, þjálfari hjá Tae kvon do deild Ármanns.

Tímar eru sem hér segir:

Föstudagurinn 28. sept. 19:30-21:30

Laugardagurinn 29. sept. 14-16

Staður: Glímufélagið Ármann, Íþróttamiðstöðin Laugaból, Engjavegur 7 (nálægt Laugardalsvelli), kjallari.

Verð: 6000 kr.

Skráning fer fram á netfanginu iris.ellenberger@gmail.com Verð er 6000 kr. sem greiða þarf fyrirfram. Reynt verður að koma til móts við þau sem þurfa á námskeiðinu að halda en ráða ekki við gjaldið. Endilega sendið okkur tölvupóst sem allra fyrst ef þið viljið kanna málið.

F.h. Íþróttafélagsins Styrmis og Samtakanna 78

Íris Ellenberger og Sigurður Júlíus Guðmundsson

***

Dear friends

Styrmir and Samtökin 78 have organized a self defense class for queer beginners which will take place on September 28th and 29th. On the 28th, we will be taught basic step by step techniques from how to avoid situations and how to get out of situations. On the 29th we will deal with a rougher type of self defense with punches and kicks. We need to have completed the Friday part of the course to do the Saturday practice.

Participants do not need to have any experience from martial arts or any other sports and don’t need to worry about being in good enough shape. This course is open to everyone who is interested in staying out of trouble. We will try to accommodate people with disabilities as best we can so please contact us by sending an email to iris.ellenberger@gmail.com

Gulleik Lövskar, Tae kvon do teacher at Ármann, will be our coach.

The hours are:

Friday Sept. 28th 19:30-21:30

Saturday Sept. 29th: 14-16

Place: Ármann, Laugaból sports center, Engjavegur 7 (near Laugardalsvöllur), basement.

Price: 6000 iskr

Please register by sending an email to iris.ellenberger@gmail.com The course costs 6000 iskr which needs to be paid in advance. We will try to help those who cannot pay for the course but feel that they would benefit from it. Please send us an email as soon as possible if you want more information.

On behalf of Styrmir and Samtökin 78

Íris Ellenberger and Sigurður Júlíus Guðmundsson

2 Comments

Skrifaðu athugasemd