SJÚDDÍRARÍGAY!!

By 22. ágúst, 2013Fréttir

Samtökin ´78 standa fyrir opnu húsi á Menningarnótt undir yfirskriftinni SJÚDDÍRARÍGAY!!

Ýmsar skondnar og skemmtilegar uppákomur munu eiga sér stað á okkar ylhýra opna húsi, allir velkomnir; hvers kyns eða kynhneigðar sem þeir gætu verið.

Hver veit nema við fáum að kynnast því hvað raunverulega felst í sannri vináttu??

Geta heteróar áhommast??

Verða mannavarir málaðar??

Munu hinsegin ástarorð rituð á veggi sögunnar??

Ómar orðið “leg” ??

Mun Fríða baka vöfflur??

Ekki missa af þessu hýra kvöldi húmors og lífsgleði 😉

3 Comments

Skrifaðu athugasemd