Hópur foreldra og aðstandenda – Síðasti fræðslufundur vetrarins

By 9. maí, 2001Fréttir

Tilkynningar Laugardaginn 19. maí n.k. boðar foreldra- og aðstandendahópurinn sem starfar á vettvangi Samtakanna ´78 til síðasta fræðslufundar vetrarins. Fundurinn er haldinn í húsnæði félagsins, Laugavegi 3, og hefst kl. 16:00. Yfirskrift hans er: Samkynhneigð og biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.

Harpa Njáls félagsfræðingur mun fjalla um þetta efni og byggir hún erindið á verki sem hún vann í meistaranámi við Háskóla Íslands. Fjallað verður um þróun á síðari árum innan íslensku þjóðkirkjunnar til aukinnar sér- og kærleiksþjónustu. Þegar kemur að samkynhneigð ríkir þögn. Á bak við hana má greina afstöðu tveggja hópa sem þjóna innan kirkjunnar. Annars vegar viðhorf sem byggja á kærleiksþjónustu kristinnar trúar og hins vegar bókstafstrú. Fundurinn er öllum opinn.

Á vettvangi foreldra- og aðstandendahópsins starfa foreldrar, systkyni, börn, vinir og frændfólk samkynhneigðra. Hópurinn hefur fundað á miðvikudagskvöldum í húsnæði Samtakanna ´78. Um þessar mundir er velheppnuðu vetrarstarfi hópsins að ljúka og er fræðslufundurinn síðasta samverustund fyrir sumarleyfi. Hópurinn mun taka upp þráðinn í september og verður það nánar auglýst síðar.

5,184 Comments

Skrifaðu athugasemd