Foreldrar samkynhneigðra í Þýskalandi – Öflugt samfylkingarstarf

By 24. apríl, 2001Fréttir

Frettir Fyrir skömmu var haldin í Berlín ráðstefna hinna þýsku foreldrasamtaka homma og lesbía, BEFAH. Ráðstefnuna sóttu 130 manns úr öllum kimum hins þýska sambandsríkis. Formaður samtakanna, Sigrid Pusch gekk til liðs við þau fyrir nokkrum árum eftir að hafa orðið fyrir því áfalli að sonur hennar kom út úr skápnum. Eins og flestum foreldrum varð henni mikið um þessar fréttir. Í angist sinni leitaði hún til sóknarprestsins sem ráðlagði henni að ?biðja burt? kenndir sonarins. Eftir það sagði hún sig úr söfnuðinum og gekk til liðs við foreldrasamtökin árið 1997. Hún hefur unnið að því að virkja og tengja saman þá 200 hópa foreldra sem starfa víðs vegar um Þýskaland. BEFAH lætur engin mál homma og lesbía sér óviðkomandi og á strangri þriggja daga ráðstefnu voru málsefni umræðuhópa allt frá sögulegri úttekt á mismunun samkynhneigðra til máls málanna þessi misserin, staðfestrar sambúðar í Þýskalandi.

Sigrid Pusch hefur beitt öflugum ?lobbíisma? og eftir mætti beint máli sínu beint til stjórnmálamanna. Meðal annars fékk hún ráðherra fjölskyldumála, Dr. Christine Bergman, til þess að setja ráðstefnuna.

?Aldrei fyrr í sögunni hafa form sambúðar verið svo fjölbreytt,? segir Dr. Bergman, ?og allt heitir það fjölskylda þar sem börn koma við sögu.?

Ráðherrann segist líta á fjölskyldupólík sem altækt samfélagsmál sem teygi sig inn í alla kima þjóðlífsins og spanni alla þætti er stuðla að velferð fólksins. ?Hinn 1. ágúst,? segir hún, ?ganga lög í gildi sem kveða á um refsingu við mismunum gagnvart samkynhneigðum pörum, og eftir það geta hommar og lesbíur lifað í staðfestri sambúð. Ég treysti því að lög þessi muni stuðla að því að litið verði á líf samkynhneigðra sem eðlilegan þátt af þjóðlífinu í framtíðinni.?

Í Þýskalandi, eins og annars staðar, eru uppi sterkar raddir um að staðfest sambúð samkynhneigðra vegi að rótum fjölskyldunnar og vægi hennar. Um það segir ráðherrann: ?Þetta er einfaldlega vitleysa. Að afnema mismunun gagnvart samkynhneigðum hefur fyrst og fremst með virðingu fyrir manneskjunni að gera. Að taka þetta sambúðarform gilt gerir á engan hátt lítið úr fjölskyldum og samlífi gagnkynhneigðra. Í staðfestri sambúð taka manneskjur ábyrgð hvor á annarri og fyrir það eiga þær skilið virðingu og viðurkenningu.?

Í tilefni þessarar umræðu um samkynhneigða og fjölskyldur gerði hommablaðið GAYPRESS.DE könnun á því hvaða svör foreldrar fengju hjá fjölskylduráðgjafarstofnunum í stærstu borgum Þýskalands. Í Berlín eru slíkar stofnanir í hverju borgarhverfi. Platfaðir hringdi í öngum sínum og bað um ráð eftir að hafa komið að syni sínum í rúminu með skólafélaga. Af tíu bauð aðeins ein umsvifalaust viðtal. Ein vísaði á sjálfhjálparhóp karla en hinar buðu honum að panta viðtal ? eftir allt að fjórar vikur.

Í Frankfurt var enginn til viðtals hjá kirkjulegum stofnunum nema símsvari. Ráðgjafi félagsmálastofnunarinnar ráðlagði ?föðurnum? aftur á móti að halda ró sinni. Sagði að þótt honum fyndist þessi uppgötvun skelfilegt áfall þá skyldi hann tala við son sinn og reyna að skilja og viðurkenna tilfinningar hans.

Í Hamborg var hringt í átta ráðgjafastöðvar. Á einum stað reyndi ?faðirinn? að biðja um lækni til að taka á ?vandamálinu? en var samstundis á það bent að samkynhneigð væri ekki sjúkdómur. Hinar buðu viðtal ? en með þriggja vikna bið að minnsta kosti.

Engum þessara ráðgjafastöðva datt í huga að vísa manninum til samtaka og ráðgjafa samkynhneigðra.

Jón St. Kristjánsson, fréttaritari, Berlín

54 Comments

Skrifaðu athugasemd