Vitundarvakning um fordóma – Sleppum fordómum

By 12. apríl, 2002Fréttir

Frettir Samtökin ´78 koma að samstarfsverkefni Landlæknisembættisins og Geðræktar ásamt Alþjóðahúsi, Félagi eldri borgara, Háskóla Íslands, Heilsueflingu í skólum, Hinu Húsinu, Rauða kross Íslands, Miðborgarstarfi KFUM og K og Þjóðkirkjunni, sem nefnist Vitundarvakning um fordóma.

Samstarfshópurinn hefur skipulagt sameiginlegt átak sem mun hefjast formlega 1. maí nk. og mun standa yfir fram til 14. júní. Með átakinu er, eins og segir m.a. í sáttmála samstarfshópsins ?hvatt til virðingar fyrir manneskjunni, hver sem hún er. Karl eða kona, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð, án tillits til uppruna, kynhneigðar eða trúarbragða?. Átakið hefst eins og áður segir 1. maí og verður vakin sérstök athygli á því með uppákomu sem nánar verður auglýst síðar. Umfangsmikil umfjöllun mun verða á Ríkisútvarpinu svo og í Morgunblaðinu þar sem hverjum samstarfsaðila hefur verið úthlutað rými fyrir sinn málstað.

Samtökin ´78 munu eiga sinn fulltrúa í morgunútvarpi Rásar 2, 21. maí og á heilsusíðu Morgunblaðsins laugardaginn 18. maí.

50 Comments

Skrifaðu athugasemd