Lesbíur ræða um geðheilbrigði kvenna

By 26. mars, 2003Fréttir

Frettir Miðvikudagskvöldið 19. mars hófst erindaröð um líf og heilsu lesbía. Guðrún Einarsdóttir geðhjúkrunarfræðingu flutti erindi um geðheilbrigði kvenna og talaði m.a. um þá þætti sem skipta máli til þess að halda góðri geðheilsu – Að gefa sér tíma til þess að hugsa um sjálfa sig og takast á við tilfinningar sínar og leita sér aðstoðar til réttra aðila. Bent var á að innan Samtakanna væri starfandi félagsráðgjafi sem væri fyrir alla ? líka lesbíur sem eru orðnar sáttar við eigin kynhneigð. Krísan sem getur fylgt því að vera samkynhneigð manneskja getur komið upp aftur og aftur, þar sem við erum alla ævi að koma úr felum fyrir nýju fólki og í nýju umhverfi. Og ekkert óeðlilegt við það að á einhverjum tímapunkti taki sig upp tilfinningalegir erfiðleikar.

Um 40 konur mættu og tóku þátt í fjörugum umræðum á eftir. Meðal annars var rætt um heilbrigðiskerfið og fordóma ? hvernig það væri í stakk búið til þess að takast á við samkynhneigða einstaklinga sem þangað leita eftir aðstoð. Talað var um að lesbíur verði alltaf að vera á varðbergi og hafi fulla ástæðu til þess, þegar þær ákveða hvort þær kjósi að tala um sig sem samkynhneigða manneskju innan heilbrigðiskerfisins. Enn séu fordómar til staðar innan kerfisins. Almennt fái fagfólk ekki neina fræðslu um samkynhneigð í sínu námi og geri oftar en ekki ráð fyrir því að skjólstæðingar þeirra séu gagnkynhneigðir. Samkynhneigðir séu almennt alltaf að berjast við þann gagnkynhneigða heim sem er ?normið? og oft erfitt að eiga við. Kvöldið tókst með eindæmum vel og ljóst að þörfin fyrir þessa umræðu er til staðar.

Konur eru hvattar til að fylgjast vel með þegar næsti fyrirlestur verður auglýstur!

Sara Dögg tók saman.

74 Comments

Skrifaðu athugasemd