Tilboð til félagsfólks Samtakanna ´78 – Gestur – Síðasta máltíðin

By 28. október, 2005Fréttir

Tilkynningar Félögum í Samtökunum ´78 stendur til boða að kaupa miða í forsölu á sýninguna “Gestur- síðasta máltíðin” með góðum afslætti. Um er að ræða miða á næstu tvær sýningar sem verða sunnudaginn 30. október kl: 17:00 og fimmtudaginn 3. nóvember kl: 20:00

Fullt verð á sýninguna er kr. 2.700 en ykkur býðst miðinn á ofantaldar sýningar á aðeins 1.900 kr.

Gestur – síðasta máltíðin er gamanleikur með söngvum. Tónlist og leikinn texti eru u.þ.b. jafn umfangsmikil. Sagan er farsakennd sem og leiktextinn sem er uppfullur af bröndurum. Tónlistin er í klassískum stíl og sveiflast frá léttri klassík í anda Mozarts og Rossinis til dramatískrar tónlistar í anda óperutónskálda 19. aldar. Þessi tónlist er sett í samhengi við eitt síðdegi og kvöld í Grafarholtinu þar sem hommahjónin nýgiftu, Laugi og Óliver fá óvæntan gest í heimsókn. Tónlistin er mjög vönduð og áheyrileg svo og leikgerðin undir stjórn hins góðkunna leikara og leikstjóra Þrastar Guðbjartssonar. Verkið er í alla staði mjög sérstakt. Efnistök í bland við tónlistarstílinn eru einstök. Höfundar verksins, Gunnar Kristmannsson og Gautur G. Gunnlaugsson, fara jafnframt með tvö af hlutverkum þess sem er fátítt eða jafnvel einsdæmi í leikverkum af þessari gerð.

Þeir sem hafa hug á að fara á sunnudagssýninguna vinsamlegast pantið miða í Iðnó í síma 562-9700 og takið fram að þið séuð á vegum samtakanna 78 til að þið njótið góðs af þessu frábæra tilboði, miðaverð gildir líka fyrir gesti ykkar.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Rósalind í síma: 823-3289.
Verkið er sýnt í Iðnó.

4 Comments

Skrifaðu athugasemd