Grænland – Lesbíur, hommar og tvíkynhneigðir stofna samtök

By 18. mars, 2002Fréttir

Frettir Þau tíðindi hafa borist úr norðri að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir á Grænlandi hafi stofnað fyrstu samtök sín. Þetta gerðist 9. febrúar síðastliðinn og félagið nefnist Qaamaneq sem merkir ?Bjarmi? eða eitthvað í þá veru.

Aðsetur hins nýja félags er í Nuuk og formaður þess heitir Erik Olsen. Símanúmer hans er 556 740, en netfangið er gladfyr@ofir.dk. Ef einhver skyldi eiga leið um land okkar næstu nágranna í sumar þá hafið samband við Erik og félaga í Nuuk.

Til hamingju, hommar og lesbíur á Grænlandi!

Danmarks radio/TV-avisen

30 Comments

Skrifaðu athugasemd