Rúmenía – Samkynhneigð mök ekki lengur refsiverð

By 15. júlí, 2001Fréttir

Frettir Í Rúmeníu varða mök milli fullveðja einstaklinga af sama kyni ekki lengur við lög. Ríkisstjórn landsins tók nýlega af skarið í þessum efnum og eru þar með úr gildi þau lög sem hljóðuðu upp allt að fimm ára fangelsisdóma fyrir samkynhneigð mök. Eftir þessar breytingar á lögum Rúmeníu eru þau kynmök ein refsiverð þar í landi þar sem annar aðili er undir lögaldri eða ef um nauðgun er að ræða, og er það óháð kyni viðkomandi. Þessi ákvörðun Rúmeníustjórnar er gerð í því augnamiði að auka möguleika á að fá inngöngu í Evrópusambandið, en þau refsilög sem um ræðir hafa verið gagnrýnd harðlega af Evrópusambandinu og Evrópuráðinu sem telja að þau feli í sér brot á alþjóðlegum mannréttindaákvæðum.

Advocate

5,714 Comments

Skrifaðu athugasemd