Kanada – Alþjóðaíþróttaleikarnir 2006 í Montreal

By 31. október, 2001Fréttir

Frettir Nú hefur verið tilkynnt að Alþjóðaíþróttaleikar samkynhneigðra árið 2006 ? Gay Games – verða haldnir í borginni Montreal í Kanada. Valið stóð að þessu sinni á milli Montreal í Kanada og Atlanta, Chicago eða Los Angeles í Bandaríkjunum. Skipuleggjendur leikanna gera ráð fyrir allt að nítján þúsund keppendum og um fimm þúsund listamönnum til Montreal en íþróttaleikarnir verða haldnir dagana 29. júlí til 5. ágúst að rúmum fjórum árum liðnum.

Það er meira um að vera í Montreal þá daga sem Alþjóðaíþróttaleikarnir standa yfir. Alþjóðleg listahátíð verður haldin sömu daga í þessari stærstu frönskumælandi borg Kanada og Gay Pride hátíðahöldin í Montreal árið 2006 ber einnig upp á dagana 29. júlí til 5. ágúst. Þeir nefnast Divers Cite.

Næstu Alþjóðaíþróttaleikar samkynhneigðra verða haldnir í Sydney í Ástralíu 2.-9. nóvember 2002. Þegar hafa um fjögur þúsund þátttakendur skráð sig til leiks.

5 Comments

Skrifaðu athugasemd