Golfmót KMK

By 30. ágúst, 2004Fréttir

Tilkynningar Við ætlum að koma saman á Urriðavatnsvelli við Vífilsstaði kl. 16.00 og spila níu holur. Spilað verður á Ljúflingi sem er par 3 völlur. Nú geta allar verið með, líka þær sem lítið hafa gert af því að spila golf því spilað verður eftir TEXAS SCRAMBLE fyrirkomulagi: Tvær og tvær konur eru saman í liði og slá báðar högg frá teig. Síðan velja þær betri boltann og þaðan slá þær báðar sitt næsta högg. Þetta er endurtekið þar til boltinn er kominn í holu.

Valið verður handahófskennt í lið. Dregnar saman tvær og tvær og er þetta því tilvalin leið til að kynnast nýjum konum og víkka sjóndeildarhringinn.

Eftir golfið verður svo grillað lambakjöt og boðið upp á bjór eða óáfenga drykki. Staðsetning á grillinu nánar auglýst síðar. Þær sem ekki komast til að taka þátt í golfmótinu geta samt sem áður tekið þátt í grillinu og kostar það 1500. Innifalið í því er matur og drykkir.

-stjórn KMK

4 Comments

Skrifaðu athugasemd