Foreldrar og aðrir aðstandendur samkynhneigðra – Fundir annað hvert miðvikudagskvöld

By 11. desember, 2001Fréttir

Tilkynningar Samtök foreldra og annarra aðstandenda lesbía og homma halda fundi 2. og 4. miðvikudag í mánuði í Menningar og félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, 4. hæð.

Næsti fundur er miðvikudagskvöldið 27. febrúar klukkan 20:30.

Ef fólk hefur þörf fyrir rólega stund og spjall fyrir fundinn er alltaf einhver til staðar frá kl 20:00.

Markmið okkar er að hittast og deila reynslu okkar, styrk og vonum. Við leggjum rækt við okkur sjálf og teljum að með því séum við betur aflögufær til að vera bakhjarlar við ástvini okkar. Við vinnum að fræðslu bæði á opnum fundum og einnig innan okkar hóps. Markmið okkar er að efla umræðu í okkar nánasta umhverfi og út í samfélagið, til að auka skilning og þekkingu á samkynhneigð sem er fjölskyldumál. Við viljum undirstrika að samkynhneigð er einn þáttur í litrófi lífsins, því snúum við bökum saman, því fjölbreytileikinn auðgar líf okkar allra.

Allir aðstandendur eru velkomnir á fundinn.

68 Comments

Skrifaðu athugasemd