Egyptaland – Hommarnir aftur fyrir rétt

By 29. júlí, 2002Fréttir

Frettir Forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, hefur fyrirskipað að dómstólar taki aftur fyrir mál fimmtíu og tveggja homma sem voru ásakaðir fyrir samkynhneigt kynlíf.

Lögreglan ákærði mennina í fyrra eftir að hafa ráðist um borð í bát þar sem næturklúbbur homma er starfræktur. Réttað var yfir mönnunum fimmtíu sem voru handteknir. Egypsk lög, sem eru byggð á íslömskum kenningum, banna ekki samkynhneigð en nokkrar lagagreinar fjalla um að hegðun sem álitin er lítilsvirða siðgæði almennings sé refsiverð.

Öryggisdómstóll ríkisins dæmdi í nóvember sl. tuttugu og þrjá mannanna í fangelsi fyrir að ?stunda samkynhneigð athæfi? en hinir tuttugu og níu voru sýknaðir. Mubarak, sem hefur vald til að ógilda dóma og veita sakaruppgjafir, fyrirskipaði endurupptöku dómsmáls þeirra með þeim rökum að lögsaga öryggisdómstólsins nái ekki til málsins. Hins vegar staðfesti hann dóm yfir tveimur forsprökkum hópsins Sherif Farahat og Mahmud Ahmed Allam sem fengu fimm og þriggja ára dóma fyrir að ?fyrirlíta trúna?. Farahat var einnig kærður fyrir ?kynmök gagnstætt Íslam?.

Réttarhöldin áttu að hefjast þann 2. júlí en töfðust þegar dómarinn Mohamed Abdel Karim, sem dæmdi í máli mannanna í nóvember, kom sér undan því að dæma aftur í málinu. Réttarhöldin munu hafa hafist í gær, laugardaginn 27. júlí, og mun dómari að nafni Hassan al-Sayess verið skipaður til að taka málið fyrir. Hann mun skera úr um hvort mennirnir verði dæmdir fyrir ?siðspillingu?.

5,232 Comments

Skrifaðu athugasemd