Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum: – Fyrirlestur um birtingarmyndir gagnkynhneigðar í auglýsingum

By 11. mars, 2005Fréttir

Tilkynningar Leena-Maija Rossi mun fimmtudaginn 17. mars halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofu og nefnist hann ?Sugarfolks in Syruphill?. Rossi mun í honum fjalla um staðlaðar birtingarmyndir gagnkynhneigðar í auglýsingum en einnig þær samkynhneigðu ímyndir sem einstaka sinnum sjást á þeim vettvangi. Fjallað verður um tilbúning hins eðlilega, náttúrlega, fullkomna og formfasta. Fyrirlesturinn verður á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum opinn, umræður og fyrirspurnir að loknu erindi.

Ph.D. Leena-Maija Rossi er stundakennari við Christina stofnunina í kvennafræðum við Háskólann í Helsinki. Hún hefur einkum fengist við rannsóknir á kynjun og kynhneigð í sjónmenningu, auglýsingum, öðru sjónvarpsefni og samtímalist. Verk hennar hafa verið gefin út víða um heim, bæði meðal akademískra útgáfa og annarra. Þar á meðal eru fjórar bækur en sú nýjasta, Heterotehdas (Heterofactory) kom út 2003.

One Comment

  • Kolitis ist eine Entzündung Ihres Dickdarms, auch Dickdarm genannt. Wenn Sie an Kolitis leiden, werden Sie Beschwerden und Schmerzen im Unterleib verspüren. Diese Beschwerden können mild sein und über einen langen Zeitraum wiederkehren oder schwerwiegend sein und plötzlich auftreten.

Skrifaðu athugasemd