Ljósmynda- og ljósverkssýning – Lífið og ástin

By 3. nóvember, 2001Fréttir

Tilkynningar Þann 10. nóvember kl. 16.00 mun Birgir Sigurðsson myndlistarmaður opna sýningu í Listamiðstöðinni Straumi v/Reykjanesbraut sunnan við álverið. Sýningin ber yfirskriftina Ástin og Lífið.

Sýningin samanstendur af þremur þáttum: ljósmyndum, ljósverki og póstkortum. Hver hluti hennar hefur sitt eigið líf sem saman mynda þá heild sem sýningin er. Viðfangsefnið er þrjú pör: par lesbía, par homma og gagnkynhneigt par.

Verkið byrjaði sem lítil hugmynd fyrir fjórum árum. Það hefur verið að vaxa og þróast síðan og mun endanlega öðlast sjálfstætt líf þegar sýningin opnar.

Sýningin opnar laugardaginn 10. nóvember kl. 16.00 og stendur til 25. nóvember. Við opnunina mun hið aðallega Skrokkaband leika lög af óútgefnum geisladiski. Bandið skipa þeir Kristján Pétur Sigurðsson og Haraldur Davíðsson.

Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 18.00 til 21.00 og um helgar kl. 14.00 til 18.00.

Aðgangur er ókeypis.
Ljósmyndari: Þór Gíslason

5,068 Comments

Skrifaðu athugasemd