Frumvarp til breytinga á 226. grein færeysku hegningarlaganna var samþykkt í 2. umræðu á Lögþingi Færeyja í morgun með 17 atkvæðum gegn 13. Breytingin felur í sér að kynhneigð verður bætt við verndarákvæði hegningarlaga landsins en frumvarp um slíkt hefur tvívegis verið fellt á þinginu. Málinu hefur nú verið vísað til 3. umræðu þar sem endanleg atkvæðagreiðsla fer fram. Verði lögin samþykkt verða þau fyrsta réttarbót samkynhneigðra í Færeyjum og mikilvæg yfirlýsing um tilverurétt þeirra í landinu.
Frumvarp til breytinga á 226 grein færeysku hegningarlaganna var samþykkt eftir 2. umræðu á Lögþingi Færeyja í morgun, 13. desember með 17 atkvæðum gegn 13, en einn þingmaður sat hjá. Breytingin felur í sér að orðinu kynhneigð verður aukið við verndarákvæði hegningarlaga landsins en frumvarp til breytinga á lögum þess efnis hefur tvívegis verið fellt á þinginu. Málinu verður nú vísað til 3. umræðu þar sem endanleg atkvæðagreiðsla fer fram, en afar fátítt er að mál sem hljóta brautargengi í 2. umræðu séu felld í lokaatkvæðagreiðslu. Tveir þingmenn hafa skipt um skoðun, þeir Páll á Reynatúgvu og Olav Enemoto, og það ásamt hjásetu Sverre Midjord mun trúlega nægja til þess að koma málinu í gegn.
Á undan atkvæðagreiðslunni urðu stutt en snörp orðaskipti í þinginu. Jógvan á Lækjuni, menntamálaráðherra skoraði á þingmenn að samþykkja ekki frumvarpið, en þá tók lögmaður umsvifalaust til máls og lýsti því yfir að ráðherrann talaði ekki fyrir munn landstjórnarinnar, vilji hennar stæði til að koma málinu í gegn hvað sem afstöðu menntamálaráðherra liði.
Í kjölfar hatursglæps í Þórshöfn nú í haust þar sem ráðist var á samkynhneigðan pilt og honum hótað lífláti hafa umræður um stöðu samkynhneigðra í landinu verið heitar og tilfinningaþrungnar. Umræðan hefur náð langt út fyrir landsteinanna og trúlega er hugarfarsbreyting færeyska Lögþingsins ekki síst að þakka þeim pólitíska þrýstingi sem félög samkynhneigðra og stjórnmálamenn Norðurlöndum svo og almenningur um allan heim hafa beitt. Skemmst er að minnast framgöngu Rannveigar Guðmundsdóttur á síðasta þingi Norðurlandaráðs þar sem hún gagnrýndi færeyska stjórnmálamenn fyrir að gæta ekki að réttindum lesbía og homma. Þá hafa gömul og gróin félagasamtök í Færeyeyjum, sem ekki kenna sig allajafna við róttækni, lagt málinu lið með stuðningsyfirlýsingum á síðustu dögum. Má þar nefna Kvenfélagasamband Færeyja, og hefur þessi viðtæki stuðningur stórra þjóðfélagshópa haft mikið að segja. Verði lögin samþykkt eftir 3. umræðu verða þau fyrsta réttarbót samkynhneigðra í Færeyjum og mikilvæg yfirlýsing um tilverurétt þeirra í landinu.
–HTS
Annað efni um málið:
RÁÐIST Á RASMUS RASMUSSEN
VIÐTAL VIÐ RASMUS UM LÍFIÐ Í FÆREYJUM
FÆREYSK REIÐI Í NORÐURLANDARÁÐI
priligy 30mg tablets cialis venlafaxine package insert The bodies were in states of advanced decomposition, the Cuyahoga County Medical Examiner s Office said in a statement, adding, Because of this, identification and final cause of death may take several days
Aside from antibiotics, your veterinarian may also prescribe anti inflammatory drugs for pain relief how to buy generic cytotec without a prescription 41A D and FIGS