Lúxemburg – Skráð sambúð fyrir samkynhneigða

By 30. apríl, 2002Fréttir

Frettir Samkynhneigð pör í Stórhertogadæminu Lúxemburg geta frá og með janúar 2003 látið skrá samvist sína formlega hjá fógeta. Þetta gjörði formælandi ríkisstjórnarinnar kunnugt á þriðjudaginn (23. apríl). Hin nýju lög veita aðilum skattalega ívílnun ásamt auknum félagslegum réttindum. Lögin hafa engin áhrif á réttindi til ættleiðingar- eða breytinga á eftirnöfnum. Í Hollandi geta samkynhneigð pör skráð sig í samvist frá 1998 og frá apríl 2001 eiga þau möguleika á að gifta sig.

Unnið úr frétt frá hollensku samtökum samkynhneigðra.

5,256 Comments

Skrifaðu athugasemd