Samband ungra sjálfstæðismanna: – Fundur um réttindamál lesbía og homma

By 14. febrúar, 2005Fréttir

Tilkynningar Samband ungra sjálfstæðismanna stendur fyrir málfundi um rétt samkynhneigðra til að frumættleiða börn og gangast undir tæknifrjóvganir. Fundurinn verður á Kaffi Viktor (efri hæð), fimmtudaginn 17. febrúar, næstkomandi, kl. 20:00. Framsögumenn verða Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu og Þóra Björk Smith, stjórnarmaður í Samtökunum 78. Fundarstjóri verður Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir.

Ljóst er að róttækar breytingar hafa orðið á lífi samkynhneigðra síðustu þrjátíu ár. Ýmsum þótti sem kaflaskil hefðu orðið á réttindabaráttu þeirra þegar lög um staðfesta samvist voru samþykkt árið 1996. Öðrum þykir ekki nóg að gert og telja að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu enn of miklir á Íslandi og að hennar gæti því miður í löggjöf.

Samband ungra sjálfstæðismanna vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á opinn málfund um þetta brýna mannréttindamál.

Nánari upplýsingar veitir:
Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS, í síma 869-5500.

Skrifaðu athugasemd