Frettir Um þessar mundir er eitt ár liðið síðan almenningsbókasafn Samtakanna ´78 hlaut varanlega andlitslyftingu og gjörbreytti um svip. Ný húsgögn voru keypt til safnsins og við það breyttist allt viðmót þess og möguleikar til þjónustu við gesti. Nú í vetur fluttist allur gagnagrunnur safnsins og útlánakerfi á Gegni ásamt fjölda annarra almenningsbókasafna svo nú er safnkosturinn sýnilegur þeim sem leita upplýsinga á Gegni á Netinu. Um þessar mundir hefur safninu bæst við myndarlegur safnkostur kvikmynda á DVD og myndbandi sem á einn eða annan hátt tengist sögu og reynslu samkynhneigðra, bæði leiknar myndir og heimildarmyndir.
Vaxandi aðsókn
Bókasafn Samtakanna ´78 var stofnað 1. maí 1987 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Á síðasta ári jukust eignir bókasafnsins umfram afskriftir um 11%. Ellefu tímarit berast safninu ókeypis en fjögur í innkaupum. Heildarútlán safnsins jukust um 26.6% frá fyrra ári en langbestu útlánamánuðir var tímabilið júní?október og tengist það að einhverju leyti endurbótunum í júní 2003, svo og þeirri staðreynd að venja er að kaupa inn megnið af nýju efni á vorin og í byrjun sumars. Gestakomur á safnið voru 2117 og jukust þær um 37% milli ára.
Ljóst er að bætt þjónusta laðar að gesti sem taka að láni fræðibækur, skáldskap og kvikmyndir. Þá koma margir á safnið til að glugga í úrklippusafnið sem geymir megnið af því efni sem birst hefur á prenti í dagblöðum og tímaritum um samkynhneigð síðustu þrjátíu ár.
Opnunartímar
Bókasafn Samtakanna ´78 er opið gestum til útlána á mánudögum og fimmtudögum kl. 20?23, en fræðimenn og háskólanemendur við rannsóknarvinnu geta nýtt sér þjónustu safnsins á öðrum tímum í samráði við framkvæmdastjóra félagsins. Jón Sævar Baldvinsson, bókasafnsfræðingur, stýrir rekstri safnsins.
istanbul bayan escort
Israel, USA 2022 06 26 14 37 45 60mg priligy The perfusate was filtered through a 0
Since the last version of this review, only a few new relevant studies have provided additional findings with supporting evidence to suggest that infertility drugs may increase the risk of ovarian cancer slightly in subfertile women treated with infertility drugs when compared to the general population or to subfertile women not treated cytotec for sale usa
https://qxf-google.ms-de.ru