Norðurlandshópur Samtakanna ´78 – Blysför og minningarganga 1. desember

By 12. desember, 2002Fréttir

Frettir Í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember stóð Norðurlandshópur Samtakanna ´78 fyrir blysför frá Ráðhústorgi á Akureyri að Akureyrarkirkju, þar sem kveikt var á kertum til að minnast þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis og sýna þeim samhug sem við sjúkdóminn stríða. Þátttakendur í samkomunni voru samkynhneigðir á Akureyri og í nærsveitum, vinir þeirra og vandamenn.

Norðurlandshópur Samtakanna ´78 var stofnaður 20. ágúst síðastliðinn, eftir að hópur Norðlendinga tók þátt í Hinsegin dögum í Reykjavík fyrstu vikuna í ágúst, og hefur hann hist reglulega síðan. Á stefnuskrá Norðurlandshópsins er meðal annars fræðslustarf og kynningar á samkynhneigð, bæði fyrir félagsmenn og út á við. Minningarganga á alþjóðaalnæmisdeginum verður árlegur viðburður í starfi hópsins.

Við minnum á vefsíðuna www.s78n.org og netfangið s78n@hotmail.com. Einnig veitir Eygló Aradóttur, stjórnarmaður í Norðurlandshópi Samtakanna ´78, allar nánari upplýsingar um starfið en netfang hennar er eyglo@snerpa.is

Norðlendingar: Hafið samband og eflið félagsskapinn!

lokal.is

51 Comments

Skrifaðu athugasemd